Jón Daði og Guðmundur spiluðu saman

Jón Daði og Guðmundur spiluðu saman

Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson lék allan leikinn fyrir Íslendinga þegar A-landslið Íslands í knattspyrnu mætti Svíum í vináttuleik í Abu Dhabi í gær. Þetta var annar A-landsleikur Jóns Daða sem lék sinn fyrsta leik með liðinu í lok árs 2012.

Félagi hans Guðmundur Þórarinsson, sem einnig er Selfyssingur, kom inn á sem varamaður í hálfleik í sínum fyrsta A-landsleik.

Svíar lögðu Íslendinga með tveimur mörkum gegn engu í leiknum sem leikinn var í Abu Dhabi í Sameinuðu Furstadæmunum. Ekki er um að ræða alþjóðlegan leikdag og því er hópurinn skipaður leikmönnum sem spila hér á landi og í Skandinavíu.

Fjallað er um leikinn á vef Sunnlenska.is.