Kartöflusala

Kartöflusala

Jólin eru á næsta leyti og fátt er betra en að bjóða upp á íslenskar kartöflur með hátíðarmatnum. Strákarnir í 3. flokki í knattspyrnu eru að fara í keppnisferð erlendis næsta sumar. Liður í fjáröflun þeirra er að selja nýjar kartöflur úr Þykkvabænum.

Strákarnir koma til með að banka upp á hjá Selfyssingum í kvöld eða næstu daga og bjóða ykkur 5 kg poka á kr. 1500.

Með von um að þið takið vel á móti okkur,
kveðja frá 3. flokki karla Selfoss/Hamar/Ægir

Tags: