Kenan Turudija bestur !

Kenan Turudija bestur !

Lið ársins í 2. deild karla var opinberað við hátíðlega athöfn á Hótel Borg. Fotbolti.net stóð fyrir athöfninni. Þrír Selfyssingar voru kosnir í lið ársins en það voru þeir Þór Llorens Þórðarsson, Hrvoje Tokić og Kenan Turudija sem var einnig valinn besti leikmaður deildarinnar, þá var Tokic í öðru sæti í þeirri kosningu!

Miðjumaðurinn Kenan Turudija átti frábært sumar með Selfyssingum. Eftir að liðið féll úr Inkasso-deildinni í fyrra ákvað Kenan að taka slaginn áfram með Selfyssingum. Kenan skoraði tólf mörk af miðjunni og var fjórði markahæsti leikmaður deildarinnar.

Hrvoje Tokic var markahæsti leikmaður 2. deildar með 22 mörk í 20 leikjum sem er hreint ótrúleg markaskorun. Þór Llorens kom á láni til Selfyssinga frá Akranesi í vetur og stóð sig mjög vel í sumar, skoraði 5 mörk ásamt því að eiga þátt í mörgum öðrum með frábærum fyrirgjöfum.