Kenan Turudija skrifar undir

Kenan Turudija skrifar undir

Gleðifréttir frá Selfossi að Kenan Turudija skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss. Kenan var kosinn besti leikmaður 2. deildar af fyrirliðum og þjálfurum í deildinni. Fyrri samningur hans við Selfoss rann út eftir tímabilið en eftir að hafa hugsað málið ákvað hann að skrifa undir nýjan samning við Selfoss.

„Ástæðan fyrir því að ég ákvað að framlengja við Selfoss er sú að mér líður eins og heima hjá mér þar. Fólkið á staðnum og í kringum félagið kemur vel fram og það hafði mikil áhrif á ákvörðunina,“ sagði Kenan Turudija.