Knattspyrnumenn spila á JÁVERK-vellinum

Knattspyrnumenn spila á JÁVERK-vellinum

Óskar Sigurðsson formaður Knattspyrnudeildar Umf. Selfoss og Gylfi Gíslason framkvæmdastjóri JÁVERK skrifuðu á dögunum undir tveggja ára styrktarsamning sem felur í sér að næstu tvö ár munu aðalvöllur knattspyrnudeildar sem og gervigrasvöllur á Selfossvelli heita JÁVERK-völlurinn. Samningurinn er afar mikilvægur fyrir deildina og rennir styrkari stoðum undir rekstur hennar.

Gylfi og Óskar handsala samninginn.
Mynd: Sunnlenska.is/Guðmundur Karl Sigurdórsson

Tags: