Knattspyrnunámskeið á Stokkseyri

Knattspyrnunámskeið á Stokkseyri

Knattspyrnudeild Umf. Selfoss, í samvinnu við Umf. Stokkseyrar, heldur tveggja vikna Ofurnámskeið dagana 24. júni til 5. júlí á Stokkseyrarvelli (fyrir framan sundlaugina). Námskeiðið, sem skiplagt er af íslenskum og erlendum þjálfurum knattspyrnudeildarinnar, er alla virka daga frá kl. 9 til 12. Námskeiðsgjald er kr. 10.000 og innifalið í verði er vegleg gjöf og grillveisla í lok námskeiðs.

Frekari upplýsingar og skráning er á netfanginu knattspyrna@simnet.is eða hjá Gunnari Borgþórssyni í síma 867-1461.