Knattspyrnuslútt 2017

Knattspyrnuslútt 2017

Lokahóf meistaraflokks og 2. flokks karla og kvenna verður haldið í Hvíta Húsinu á Selfossi þann 23. september næstkomandi.

Knattspyrnufólk og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta!

Boðið verður upp á verðlaunaafhendingar, skemmtiatriði, mat og ball. Steikarhlaðborð meistarans og meðlæti verður á boðstólunum. Veislustjóri verður Ríkharður Örn Guðnason, betur þekktur sem Rikki G.

Skítamórall heldur svo uppi brjálæðinu fram eftir kvöldi ásam DJ Rikka G og sérstökum gestum; Audda Blö og Steinda Jr.

Forsala miða er hjá Elísabetu í síma 899-2194 og hjá Dóru í síma 864-2484.

Endilega tryggðu þér miða sem fyrst!

Áfram Selfoss