Knattspyrnusumarið hefst í dag

Knattspyrnusumarið hefst í dag

Sumarvertíðin hjá knattspyrnufólkinu okkar hefst formlega í dag, föstudaginn 28. apríl, þegar karlalið Selfoss tekur á móti Kormáki/Hvöt í Borgunarbikarnum á Jáverk-vellinum kl. 19:00.

Íslandsmótið hefst viku síðar þegar strákarnir taka á móti ÍR.

Strákarnir okkar koma vel undirbúnir til leiks í sumar.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Gunnar Rafn