Knattspyrnuveisla á JÁVERK-vellinum

Knattspyrnuveisla á JÁVERK-vellinum

Það verður sannkölluð knattspyrnuveisla á JÁVERK-vellinum fram á sunnudag. Veislan hefst í kvöld með leik Selfoss og Víðis kl. 19:15 í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins. Á laugardagsmorgun hefst Set-mótið sem er fyrir stráka á yngra ári í 6. flokki og lýkur því á sunnudag. Báða dagana lýkur dagskránni með leikjum meistaraflokka. Stelpurnar leika gegn Val kl. 17:30 á laugardag í Borgunarbikarnum og strákarnir taka á móti Fjarðabyggð á sunnudag kl. 16:00 í Inkasso-deildinni.