Kvennalandsliðið æfði á JÁVERK-vellinum

Kvennalandsliðið æfði á JÁVERK-vellinum

Kvennalandsliðið undirbýr sig þessa dagana af krafti fyrir EM í Hollandi en liðið dvaldi um helgina á Selfossi í æfingabúðum. Eftir æfingu á föstudag var iðkendum frá Selfossi boðið að hitta stelpurnar okkar og fá eiginhandaráritanir og myndir teknar af sér með landsliðinu. Fjölmenni mætti og hitti stelpurnar sem gáfu sér góðan tíma í að spjalla og árita.

Frétt og fleiri myndir eru á vefsíðu KSÍ.