Kvennalandsliðið í knattspyrnu æfir á JÁVERK-vellinum

Kvennalandsliðið í knattspyrnu æfir á JÁVERK-vellinum

Helgina 7.-9. júlí mun kvennalandslið Íslands koma á Selfoss og hefja lokaundirbúning sinn fyrir EM í Hollandi.

Liðið mun æfa á JÁVERK-vellinum og býður stuðningsmönnum sínum að hitta liðið að lokinni æfingu, föstudaginn 7. júlí kl. 17:30. Hægt verður að fá áritaðar myndir af liðinu ásamt því að spjalla við leikmenn og þjálfara.