Kynning á fjölnota íþróttahúsi á Selfossi

Kynning á fjölnota íþróttahúsi á Selfossi

Á aðalfundi knattspyrnudeildar Selfoss sem verður haldin í félagsheimilinu Tíbrá klukkan 20:00 miðvikudaginn 30. nóvember mun stjórn deilarinnar kynna hugmyndir starfshóps um uppbyggingu á fjölnota íþróttahúsi á Selfossi.

Hvetjum áhugafólk um uppbyggingu íþróttamannvirkja til að mæta á kynninguna og fræðast um framtíðaráform félagsins.