Landsbankamótið 2015

Landsbankamótið 2015

Stelpurnar í 6. flokki fóru með tvö lið á Landsbankamót Tindastóls á Sauðárkróki þar sem þær áttu frábæra helgi í brakandi sól og blíðu með skemmtilegu fólki.

Selfossstelpurnar stóðu sig allar mjög vel á mótinu og gleðin var í fyrirrúmi bæði innan vallar og utan.

Rúm­lega eitt þúsund kepp­end­ur tóku þátt í mótinu en það er fyr­ir stúlk­ur í 6. og 7. flokki. Mótið hef­ur aldrei verið jafn stórt en það er nú orðið annað af tveim­ur stærstu kvenna­mót­um lands­ins með Síma­mót­inu.

Ljósmyndi: Sunnlenska.is/Guðmundur Karl