Landsliðið lá gegn Dönum

Landsliðið lá gegn Dönum

Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn með íslenska landsliðinu þegar það tapaði fyrir Dönum í undankeppni HM í gær. Lokatölur urðu 0-1 eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi. Með þessu tapi eru möguleikar Íslands á að komast á HM úr sögunni.

Fjallað er um leikinn á vef KSÍ.

Dagný ásamt félögum sínum í landsliðinu.
Mynd: KSÍ