Langþráður sigur hjá stelpunum

Langþráður sigur hjá stelpunum

Í gæ héldu stelpurnar til Eyja þar sem þær sóttu sinn þriðja sigur á nágrönnum okkar í sumar.

Það voru þær Donna Kay Henry og Dagný Brynjarsdóttir sem skoruðu mörk Selfyssinga hvort í sínum hálfleiknum.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Með sigrinum er Selfoss komið upp í þriðja sæti Pepsi-deildarinnar með 20 stig að loknum ellefu umferðum. Næsti leikur liðsins í deildinni er gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar á JÁVERK-vellinum þriðjudaginn 28. júlí kl. 19:15.

Næsti leikur liðsins er hins vegar í undanúrslitum Borgunarbikarsins gegn Val á JÁVERK-vellinum á laugardag kl. 14:00.

Strákarnir í 5. flokki voru í keppnisferðalagi í Eyjum og studdu stelpurnar sínar til sigurs.
Ljósmynd: Umf. Selfoss