Leikmenn framtíðarinnar á Pæjumóti TM í Eyjum

Leikmenn framtíðarinnar á Pæjumóti TM í Eyjum

Selfoss átti þrjú lið á Pæjumóti TM í Eyjum sem fram fór 12.-14. júní. Liðin stóðu sig gríðarlega vel, barátta og leikgleði í fyrirrúmi. Stelpurnar komu heim með Ísleifsbikarinn auk þess sem þær áttu eftirminnilegasta atriðið í hæfileikakeppni mótsins.

Það var ánægður hópur sem stillti sér upp í myndatöku að loknu móti á laugardag.
Mynd: Umf. Selfoss/Lýður Guðmundsson