Leikmenn mánaðarins

Leikmenn mánaðarins

Leikmenn desembermánaðar hjá knattspyrnudeildinni eru þau Bríet Fanney Jökulsdóttir leikmaður 4. flokks kvenna og Svavar Orri Arngrímsson leikmaður 6. flokks karla.

Bríet Fanney hefur sýnt fótboltanum mikinn áhuga í byrjun vetrar og þarf af leiðandi bætt sig mjög mikið á mörgum sviðum knattspyrnunar.

Svavar Orri hefur stigið upp í sínum flokki sem leiðtogi, bætt sig tæknilega og er virkilega hjálpsamur við liðs- og æfingafélaga.

Óskum þessum krökkum til hamingju 🙂

Áfram Selfoss