Leikmenn mánaðarins

Leikmenn mánaðarins

Leikmenn janúarmánaðar eru Elena Rut Einisdóttir og Steinþór Blær Óskarsson.

Steinþór Blær er í 6. flokki karla og hefur bætt sig mjög hratt. Æfir mjög vel og er virkilega duglegur að æfa sjálfur úti á fótboltavelli.

Elena Rut er í 7. flokki og hefur æft mjög vel síðan æfingar hófust að nýju, leggur sig alla fram, nýtur sín á æfingum og hefur tekið miklum framförum.

Óskum þessum krökkum til hamingju.

Áfram Selfoss