Leikmenn mánaðarins

Leikmenn mánaðarins

Leikmenn marsmánaðar eru Davíð Bogi Sigmundsson og Alexía Björk Þórisdóttir.

Davíð Bogi er í 6. flokki karla og hefur æft vel síðustu mánuði, hann hefur verið að bæta sig mikið tæknilega og stendur sig mjög vel.

Alexía Björk er í 3. flokki kvenna, hún er að koma til baka eftir meiðsli og hefur æft af krafti síðustu vikur og er að komast til baka í sitt rétta form.

Óskum þessum krökkum til hamingju,
Áfram Selfoss