Leikmenn mánaðarins

Leikmenn mánaðarins

Leikmenn júlímánaðar eru þau Svanhildur Edda Rúnarsdóttir og Ingimar Bjartur Jóhannsson.
Svanhildur er í 5.flokki kvenna, hún tók þátt á TM mótinu í Vestmannaeyjum með flokknum sínum og er á leiðinni á Símamótið í þessum mánuði. Hún hefur staðið sig virkilega vel á knattspyrnuvellinum og bætt sig mjög.
Ingimar Bjartur er ný kominn af Orkumótinu og stóð hann sig einnig mjög vel. Ingimar hefur verið duglegur að æfa og keppa og hefur hann einnig bætt sig mikið á síðustu mánuðum.
 
Óskum þessum krökkum til hamingju 🙂