Leikmenn mánaðarins

Leikmenn mánaðarins

Leikmenn ágústmánaðar eru þau Sóldís María Eiríksdóttir og Benjamín Óli Ólafsson

Benjamín Óli er í 4. flokki karla, og hefur æft vel í sumar. Benjamín er góður liðsmaður og leggur sig allan fram í þau verkefni sem honum eru gefin.
Sóldís María er leikmaður 3.flokks kvenna, Sóldís lenti í erfiðum meiðslum í vetur en tókst á við þau af dugnaði og var mikilvægur liðsfélagi á meðan hún var frá keppni, en hún hefur æft og spilað vel eftir að hafa jafnað sig á meiðslunum.

 

Óskum þessum krökkum til hamingju!