Leikmenn mánaðarins

Leikmenn mánaðarins

Leikmenn júlímánaðar eru þau Þorkell Natan Símonarson og Ásta Björk Óskarsdóttir
 
Ásta Björk, sem er í 4. flokk kvenna er að stíga upp úr erfiðum meiðslum sem hún varð fyrir í vetur. Hún hefur æft virkilega vel og stendur sig vel í öllum verkefnum sem hún hefur tekið þátt í.
Þorkell Natan, leikmaður 6. flokks karla er nýkominn heim af virkilega góðu Orkumóti í Vestmannaeyjum þar sem hann stóð sig mjög vel og sýndi hversu mikið hann er búinn að bæta sig.
 
Til hamingju krakkar!
Áfram Selfoss