Leikmenn mánaðarins

Leikmenn mánaðarins

Leikmenn júlímánaðar hjá knattspyrnudeildinni eru Thelma Sif Árnadóttir leikmaður 7. flokks kvenna og Skúli Arnbjörn Karlsson leikmaður 7. flokks karla

Thelma hefur æft mjög vel, brosmild, glöð og hefur virkilega gaman að því að mæta á æfingar og spila. Thelma spilaði á JAKO-mótinu með 7. flokki karla í júní og stóð sig mjög vel og hefur tekið miklum framförum síðustu mánuði.

Skúli hefur verið að taka miklum framförum, fylgist vel með á æfingum, leggur sig allan fram og er bæði að bæta leikskilning og tæknilega getu mikið.

Óskum þessum flottu krökkum til hamingju.

Áfram Selfoss