Leikmenn mánaðarins

Leikmenn mánaðarins

Leikmenn ágústmánaðar eru þau Rakel Ingibjörg Ívarsdóttir og Atli Dagur Guðmundsson.

Rakel Ingibjörg er leikmaður 6. flokks kvenna, er með jákvætt hugarfar og hvetur liðsfélaga mikið áfram. Hún hefur spilað bæði sem markvörður og útileikmaður í sumar og bætt sig mjög á báðum sviðum.

Atli Dagur er leikmaður 4. flokks karla og hefur einnig spilað leiki með 3. flokki félagsins í sumar. Hann sýnir metnað til að bæta sig sem leikmaður á æfingum og í leikjum og er mikill félgasmaður.

Óskum þessum krökkum til hamingju!

Áfram Selfoss