Líf og fjör í Mosfellsbænum

Líf og fjör í Mosfellsbænum

Það er óhætt að segja að áhorfendur í Mosfellsbæ hafi fengið mikið fyrir peninginn þegar Afturelding og Selfoss mættust í Lengjudeildinni á föstudag. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli í stórskemmtilegum leik.

Heimamenn í Aftureldingu byrjuðu leikinn af mun meiri krafti en Selfyssingar og náðu forystunni í leiknum eftir aðeins átta mínútna leik. Það leið ekki á löngu þangað til að Afturelding tvöfaldaði forystu sína og staðan orðin 2-0 eftir rúmlega tíu mínútna leik. Afar slæm byrjun. Selfyssingar unnu sig þó hratt og örugglega inn í leikinn og það var Gary Martin sem minnkaði muninn fyrir Selfyssinga þegar hann komst einn í gegnum vörn Aftureldingar eftir frábæra sendingu frá Adam Erni Sveinbjörnssyni úr vörninni. Gary var aftur á ferðinni rétt fyrir hálfleik þegar hann smellti boltanum gullfallega í netið eftir sendingu frá Ingva Rafni Óskarssyni.

Selfyssingar voru mun betri aðilinn í leiknum þegar komið var út í síðari hálfleikinn. Liðið fékk mörg góð færi en það var ekki fyrr en á 66. mínútu sem Ingvi Rafn kom Selfyssingum yfir eftir góðan sprett upp hægri kantinn, Kenan Turudija með stoðsendinguna. Eftir að hafa náð forystunni gáfu Selfyssingar aðeins eftir sem varð til þess að Afturelding skoraði jöfnunarmark þegar tíu mínútur voru til leiksloka, afar svekkjandi. Lokamínúturnar voru ansi fjörugar en hvorugu liðinu tókst að finna sigurmarkið.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is

Næsti leikur liðsins er á laugardaginn klukkan 14:00 kemur þegar Víkingur Ólafsvík kemur í heimsókn á JÁVERK-völlinn.

Umf. Selfoss/ahm

Gary Martin skoraði tvö mörk gegn Aftureldingu.
Ljósmynd: Fótbolti.net/Hafliði Breiðfjörð