Lokahóf knattspyrnudeildar Selfoss

Lokahóf knattspyrnudeildar Selfoss

Laugardagskvöldið 22. september fer fram lokahóf Knattspyrnudeildar Umf. Selfoss í Hvítahúsinu.

Þar munu konur og karlar í meistarflokki og 2. Flokki fagna árangri sumarsins ásamt stuðningsmönnum. Að loknu borðhaldi og skemmtun munu drengirnir Í svörtum fötum leika fyrir dansi, en veislustjóri verður Auddi Blö.

Forsala miða fer fram hjá Elísabetu s: 899-2194. og Dóru í s: 864-2482 fólk hvatt til að tryggja sér miða á skemmtilegt kvöld.