Lokahóf knattspyrnufólks

Lokahóf knattspyrnufólks

Hið árlega lokahóf knattspyrnudeildar Umf. Selfoss verður haldið í Hvítahúsinu laugardagskvöldið 1. október. Þar fagna konur og karlar í meistaraflokki og 2. flokki árangri sumarsins ásamt stuðningsmönnum sínum.

Knattspyrnufólk og aðrir velunnarar eru hvattir til að taka daginn frá og enda skemmtilegt fótboltasumar saman.

Að loknu borðhaldi mun Ingó Veðurguð og A liðið halda uppi stuðinu, sérstakir gestir þetta kvöldið verða hinir bráðhressu Selfoss drengir í Sælunni sem mæta á svæðið.

Veislustjóri verður hinn góðkunni skemmtikraftur Björn Bragi.

Forsala miða fer fram hjá Katrínu Rúnars. í síma 695-1425 og Þóru s. 893-2844.

Tags: