Lokahóf knattspyrnufólks

Lokahóf knattspyrnufólks

Lokahóf Knattspyrnudeildar Umf. Selfoss verður haldið í Hvítahúsinu laugardagskvöldið 27. september. Þar fagna konur og karlar í meistaraflokki og 2. flokki góðum árangri sumarsins ásamt stuðningsmönnum sínum.

Knattspyrnufólk og aðrir velunnarar eru hvattir til að taka daginn frá og enda frábært fótboltasumar saman.

Að loknu borðhaldi mætir Sálin hans Jóns míns á svið og tryllir fótalipra stuðbolta fram eftir nóttu.

Forsala miða fer fram hjá Guðfinnu s. 899-7752 og Þóru s. 893-2844.

Tags: