Lokahóf yngri flokka

Lokahóf yngri flokka

Nú líður að lokum knattspyrnuvertíðarinnar og fer lokahóf yngri flokka fram á JÁVERK-vellinum sunnudaginn 11. september kl. 14:00 en í framhaldi af því eða kl. 16:00 er heimaleikur hjá meistaraflokki kvenna sem tekur á móti Þór/KA í Pepsi-deildinni.

Það verða pylsur og Svali í boði fyrir alla sem eru svangir, Verðlaunaafhending, stuð og stemning.

Hvetjum fólk til að mæta og eiga saman skemmtilegan fótboltadag.

Eftir lokahóf fara fram flokkaskipti og byrja æfingar á nýjum tímum og í nýjum flokkum mánudaginn 12. september.

Tags: