Magdalena, Anna María og Erna framlengja samninga sína

Magdalena, Anna María og Erna framlengja samninga sína

Knattspyrnukonurnar Magdalena Anna Reimus, Anna María Friðgeirsdóttir og Erna Guðjónsdóttir framlengdu fyrir áramót samninga sína við Selfoss og munu leika með félaginu í 1. deildinni á komandi leiktíð.

Magdalena, sem er 21 árs, kom til Selfoss frá Hetti á Egilsstöðum fyrir tímabilið 2015 og hefur síðan leikið 39 leiki fyrir liðið í deild og bikar og skorað í þeim níu mörk. Kvennalið Selfoss féll niður um deild í lokaumferðinni í sumar og þrátt fyrir áhuga nokkurra liða úr Pepsi-deildinni ákvað Magdalena að halda tryggð við Selfoss og skrifa undir nýjan tveggja ára samning.

Anna María, sem er 25 ára gömul, er fjölhæfur leikmaður með frábæran spyrnufót en hún hefur á sínum ferli leikið bæði í vörninni, á miðjunni og í sókninni. Hún er leikjahæsta knattspyrnukona Selfoss frá upphafi en hún hefur leikið 164 leiki fyrir félagið. Í sumar varð hún leikjahæsti leikmaður Selfoss í Pepsi-deildinni með 80 leiki.

Erna, sem er tvítug, hefur leikið 89 leiki fyrir Selfoss, þar af 61 leik í Pepsi-deildinni. Hún er miðjumaður og býr yfir frábærri boltatækni og spyrnugetu. Erna hefur leikið sex leiki með U19 ára landsliði Íslands.

Nánar er fjallað um Magdalenu, Önnu Maríu og Ernu í vef Sunnlenska.is.

Á mynd með frétt handsala Magdalena Anna og Guðmundur Karl Sigurdórsson úr meistaraflokksráði kvenna, samninginn.
Á mynd fyrir neðan eru Erna (t.v.) og Anna María ásamt Svövu Svavarsdóttur, stjórnarkonu í knattspyrnudeild Selfoss.
Ljósmyndir: Sunnlenska.is/Gissur Jónsson og Guðmundur Karl

knattspyrna-erna-og-anna-maria