Magnús Ingi fyrstur að skora hjá Leikni

Magnús Ingi fyrstur að skora hjá Leikni

Selfoss varð fyrst liða í sumar til að finna leiðina að marki Leiknis þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli í 1. deild á laugardag.

Bæði mörk leiksins komu í síðari hálfleik en það var Magnús Ingi Einarsson sem jafnaði leikinn fyrir Selfyssinga, þegar hann skoraði með skalla, á 78. mínútu.

Eftir leikinn sitja Selfyssingar í sjötta sæti deildarinnar með 8 stig. Næsti leikur strákanna er laugardaginn 21. júní kl. 14 þegar BÍ/Bolungarvík kemur í heimsókn á JÁVERK-völlinn.

Fjallað var um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Magnús Ingi skoraði mark Selfyssinga
Mynd: Umf. Selfoss/Gissur

Tags: