Margir ungir heimamenn stóðu vaktina

Margir ungir heimamenn stóðu vaktina

Selfyssingar tóku á móti KA-mönnum á JÁVERK-vellinum í lok seinustu viku. Nokkrar breytingar voru gerðar á liði heimamanna og voru ungi mennirnir Arnar Logi, Sindri og Richard allir í byrjunarliði Selfyssinga.

Leikurinn byrjaði ekki gæfulega þegar Einar Ottó fyrirliði Selfyssinga setti boltann í eigið mark strax á 8. mínútu. Gestirnir gengu á lagið og leiddu í hálfleik 0-3. Í síðari hálfleik var meira jafnræði með liðunum og bættu gestirnir við einu marki í blálokin.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Að loknum leiknum eru Selfyssingar einu stigi frá fallsæti og liðið í mjög alvarlegri stöðu í 10. sæti deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Fram á útivelli á morgun, þriðjudag, og hefst leikurinn kl. 18:30 á Framvellinum í Úlfarsárdal.

Hvetjum fólk til að fjölmenna á leikinn og styðja strákana okkar í þeirri baráttu sem framundan er í deildinni.

 

Tags: