Markaregn á JÁVERK-vellinum

Markaregn á JÁVERK-vellinum

Selfyssingar þurftu að sætta sig við tap í miklum markaleik gegn HK í Inkasso-deildinni þegar liðin mættust á JÁVERK-vellinum á Selfossi fyrir viku.

Mörkin komu á færibandi fyrsta hálftíma leiks þar sem Svavar Berg Jóhannsson og Pachu jöfnuðu tvívegis fyrir heimamenn en gestirnir komust yfir í þriðja sinn fyrir hálfleik. Í síðari hálfleik bættu gestirnir við fjórða marki sínu en JC Mack minnkaði muninn jafnharðan og þar við sat. Tap 3-4 staðreynd í bráðfjörugum leik.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Selfyssingar áfram í sjötta sæti deildarinnar með 20 stig og sækja Þórsara heim á Akureyri á þriðjudag kl. 18:00.