Markaþurrð hjá Selfyssingum

Markaþurrð hjá Selfyssingum

Selfoss tapaði þriðja leiknum í röð í Inkasso-deildinni þegar Leiknir frá Reykjavík kom í heimsókn á JÁVERK-völlinn í gær.

Lokatölur í leiknum urðu 0-2 en mörk Leiknismanna komu úr vítaspyrnu í upphafi og skyndisókn undir lok leiks. Í millitíðinni fengu Gunnar Borgþórsson og Elías Einarsson úr þjálfaraliði Selfyssinga brottvísun fyrir að gagnrýna störf dómara leiksins.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Að loknum sautján umferðum er Selfoss í 9. sæti með 21 stig og sækir Leikni frá Fáskrúðsfirði heim laugardaginn 26. ágúst klukkan 14:00.