
23 jún Markaþurrð Selfyssinga

Selfyssingar urðu að sætta sig við tap á heimavelli gegn BÍ/Bolungarvík í 1. deild á laugardag.
Eftir að Selfyssingar höfðu ráðið ferðinni í fyrri hálfleik voru það Djúpmenn sem skoruðu eina mark leiksins í síðari hálfleik. Eftir markið náðu okkar menn sér ekki á strik og ógnuðu marki gestanna sáralítið.
Næsti leikur strákanna er á útivelli gegn KV föstudaginn 27. júní kl. 20:00.
Fjallað var um leikinn á vef Sunnlenska.is.