Mátunardagur með Jako á þriðjudag

Mátunardagur með Jako á þriðjudag

Umf. Selfoss í samstarfi við Jako hefur skipulagt mátunardag í Tíbrá á morgun, þriðjudaginn 9. júní, milli kl. 16 og 19.

Jako er með tilboð á keppnissetti, æfingasetti, innanundirbol og félagsgalla Umf. Selfoss

Auk tilboðsins sem hægt er að skoða í PDF-skjalinu hér að ofan verður boðið upp á æfingasett sem inniheldur vindjakka, (windbreaker), peysu, buxur (síðar eða kvart), bol, stuttbuxur og sokka.
Verðið á æfingasettinu er kr. 12.000 með kvartbuxunum og kr. 12.500 með síðum buxum.

Til að auðvelda afgreiðslu er óskað eftir að flokkarnir mæti á fyrirfram ákveðnum tímum.

7. og 4. flokkar mæti milli kl. 16 og 17
6. flokkur mæti milli kl. 17 og 18
5. og 3. flokkar mæti milli kl. 18 og 19

Tags: