Mikilvægur sigur gegn Fram

Mikilvægur sigur gegn Fram

Selfyssingar unnu gríðarlega mikilvægan sigur á útivelli gegn Fram í 1. deildinni í gær og uppskáru þrjú dýrmæt stig sem nýtast vel í harðri fallbaráttu.

Leikurinn vannst 1-2 með tveimur mörkum frá Denis Sytnik í fyrri hálfleik.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Eftir leikinn er Selfoss með 16 stig í 10. sæti, stigi á eftir Fram og stigi á undan Gróttu.

Næsti leikur Selfyssinga er á heimavelli gegn Fjarðabyggð á laugardag kl. 14:00. Hvetjum fólk til að fjölmenna á leikinn og styðja strákana okkar í þeirri baráttu sem framundan er í deildinni.

Ljósmynd: Sunnlenska.is/Guðmundur Karl

 

Tags: