N1 mótið á Akureyri

N1 mótið á Akureyri

Strákarnir í 5. flokki gerðu góða ferð á Akureyri þar sem þeir tóku þátt í N1-mótinu dagana 5.-8. júlí. Selfoss tefldi fram sex liðum rúmlega 50 peyja sem stóðu svo sannarlega undir væntingum. Eins og þeirra var von og vísa voru jafnt iðkendur sem foreldrar félaginu til sóma.

Ljósmyndir frá foreldrum.