Naumt tap gegn norðanmönnum

Naumt tap gegn norðanmönnum

Selfoss tók á móti Þór frá Akureyri í Inkasso-deild í knattspyrnu á laugardag og fóru gestirnir með sigur af hólmi en þeir skoruðu eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Við tapið sigu Selfyssingar niður í 9. sæti deildarinnar með 6 stig. Liðið tekur á móti Víði úr Garði í bikarkeppninni fimmtudag 9. júní kl. 19:15 en næsti deildarleikur er á heimavelli gegn Fjarðabyggð á sunnudag kl. 16:00.