Ný æfingagjöld knattspyrnudeildar

Ný æfingagjöld knattspyrnudeildar

Vetrarstarf knattspyrnudeildar Selfoss er nú hafið af fullum krafti. Flokkaskipti eru búin og nokkrir nýir þjálfarar komnir til starfa. Þá hefur verið gengið frá ráðningu Gunnars R. Borgþórssonar sem yfirþjálfara. Unglingaráð knattspyrnudeildar hefur ákveðið að hækka æfingargjöld í fyrsta skipti í 6 ár og verða þau sem hér segir:
Litli fótboltaskólinn sem er 1.900 kr. á mánuði fer í 2.000 kr., 6. og 7. flokkur sem er 3.500 kr. á mánuði fer í 4.000 kr., 3., 4. og 5. flokkur sem er 3.900 kr. á mánuði fer í 4.500 kr. Tekur þessi hækkun gildi í okóber 2012.
Unglingaráð knattspyrnudeildar Selfoss