Ný stjórn knattspyrnudeildar

Ný stjórn knattspyrnudeildar

Ný stjórn knattspyrnudeildar Umf Selfoss var kjörin á aðalfundi deildarinnar sem haldinn var fimmtudaginn 17. mars síðastliðinn.

Jón Steindór Sveinson er áframhaldandi formaður deildarinnar.

Með honum skipa stjórn þau:

Hjalti Þorvararson, gjaldkeri
Eiríkur Steinn Búason, ritari
Harpa Ísholm Ólafsdóttir, meðstjórnandi
Guðjón Bjarni Hálfdánarson, meðstjórnandi

Sævar Þór Gíslason, Þórhildur Svava Svavarsdóttir, Torfi Ragnar Sigurðsson, Ólafur Hallgrímsson, Hafþór Sævarsson og Ingþór Jóhann Guðmundsson létu öll af störfum fyrir stjórn knattspyrnudeildar og viljum við koma fram þökkum til þeirra fyrir það frábæra starf sem þau unnu fyrir deildina á síðastliðnum árum.