Nýr hópleikur að hefjast

Nýr hópleikur að hefjast

Nýr hópleikur Selfoss getrauna hefst laugardaginn 17. febrúar. Hægt er að skrá sig til leiks í félagsheimilinu Tíbrá, Engjavegi 50, þar sem við erum með opið hús kl. 11:00-13:00 alla laugardaga í vetur.

Frábærir vinningar m.a gisting á hóteli og út að borða á veitingastað, ásamt risastórum fyrsta vinning; 2 X 50.000kr gjafabréf með Vita ferðum!

  • Hver hópur kaupir a.m.k. 256 raðir í gegnum sölukerfi Selfoss getrauna en það er ekkert hámark á fjölda keyptra raða.
  • Hver hópur inniheldur a.m.k. einn meðlim en það er ekkert hámark á fjölda meðlima.
  • Það er keppt í deildarkeppni þar sem allir hópar keppa við alla eftir fyrirfram ákveðinni umferðatöflu.
    • Hæsta skor í umferð gildir þannig að lið sem fær hærra skor en mótherjinn fær þrjú stig en hitt liðið ekkert. Verði lið með jafnhátt skor fá bæði lið eitt stig.
    • Lið sem er með flest stig að loknum öllum umferðum vinnur hópleikinn.

Selfoss – Getraunir eru á fésbókinni.

Eflum félagsandann og mætum í félagsheimili Umf. Selfoss í Tíbrá á laugardagsmorgnum. Þar er heitt á könnunni og bakkelsi á boðstólum frá Guðna bakara. Allir hjartanlega velkomnir.