Nýtt námskeið hjá knattspyrnuskólanum

Nýtt námskeið hjá knattspyrnuskólanum

Smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á námskeiðum sumarsins í knattspyrnuskólanum.

Í næstu viku verður námskeið fyrir yngstu krakkana , börn fædd 2008 og 2007.  Námskeiðið hefst mánudaginn 8. júlí og stendur yfir í viku. Hægt er að skrá sig á netfanginu knattspyrna@simnet.is eða á staðnum.

Engin námskeið verða fyrir eldri krakka í næstu viku (8.-12. júlí) en haldið verður áfram af krafti mánudaginn  15. júlí með Ronaldo námskeið. Námskeiðið stendur yfir í tvær vikur en einnig er hægt að koma bara í aðra vikuna.

Öll námskeiðin eru aldurs- og getuskipt og því finna allir eitthvað við sitt hæfi þar.

Vonandi sjáumst við sem flest á vellinum.