ÓB-mótið fer fram um helgina

ÓB-mótið fer fram um helgina

Hið árlega ÓB-mót í knattspyrnu fyrir stráka í 5. flokki fer fram á Selfossi um helgina. Flautað verður til leiks í fyrstu leikjum á mótinu klukkan 14.00 á föstudag, þá verður spilað hraðmót til að getuskipta liðunum fyrir riðlakeppnina sem fer fram á laugardag og sunnudag.

Tæplega 50 lið eru skráð til leiks á mótinu og verður því fjöldi fólks á Selfossi um helgina gagngert til að fylgjast með mótinu. Hægt er að fylgjast með gangi mála á heimasíðu mótsins. sem og á fésbókarsíðu mótsins ÓB-mótið á Selfossi.

 

Tags: