ÓB-mótið – Meistaradeild ÓB á Selfossi

ÓB-mótið – Meistaradeild ÓB á Selfossi

Meistaradeildin á Selfossi hefur fengið nýtt nafn og heitir nú ÓB-mótið á Selfossi eða Meistaradeild ÓB á Selfossi.

Þetta skemmtilega mót fyrir stráka í 5. flokki hefur gengið undir nafninu Olísmótið á Selfossi í 11 ár eða frá árinu 2005 þegar það var fyrst haldið. Knattspyrnudeild Selfoss hefur frá upphafi átt afar gott samstarf við Olíuverzlun Íslands um mótið og verður svo áfram en nú undir merkjum ÓB sem tryggir flotta og góða umgjörð um mótið.

Búið er að opna nýja heimasíðu ÓB-mótsins og einnig er væntanleg fésbókarsíða mótsins ÓB-mótið á Selfossi.

Frá mótinu 2015.
Ljósmynd: Sporthero.is