Of mörg mistök gegn Íslandsmeisturunum

Of mörg mistök gegn Íslandsmeisturunum

Selfoss tók á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar á JÁVERK-vellinum í gær. Lokatölur urðu 3-5 sigur Stjörnunnar í bráðfjörugum leik.

Stelpurnar byrjuðu af krafti og Dagný Brynjarsdóttir kom Selfoss yfir strax í upphafi leiks. Eftir það tók við erfiður kafli þar sem stelpurnar okkar gerðu fleiri mistök en leyfilegt er í leik gegn jafn sterku liði og Stjörnunni. Á tuttugu mínútna kafla skoraði Stjarnan fjögur mörk áður en Celeste Boureille minnkaði muninn í 2-4 í lok fyrri hálfleiks. Í síðari hálfleik þéttu stelpurnar í götin og stjórnuðu leiknum á köflum. Bæði lið skoruðu eitt mark í hálfleiknum og var Celeste aftur á ferðinni fyrir Selfoss.

Selfoss féll niður í sjöunda sæti Pepsi deildarinnar eftir ósigurinn með 9 stig út sex leikjum. Næsti leikur er á útivelli gegn Fylki þriðjudaginn 1. júlí kl. 19:15.

Ítarleg umfjöllun um leikinn er á vef Sunnlenska.is.