Okkar krakkar í landsliðsverkefnum

Okkar krakkar í landsliðsverkefnum

Margir af okkar efnilegustu leikmönnum hafa verið boðaðir til æfingar með sínum landsliðum í þessum mánuði.

Ísabella Sara Halldórsdóttir æfði með U-16 ára liði kvenna um seinustu helgi. Einnig hefur Barbára Sól Gísladóttir verið í æfingahóp U-17 ára liðs kvenna upp á síðkastið.

Martin Bjarni Guðmundsson, Guðmundur Axel Einarsson og Anton Breki Viktorsson eru allir boðaðir á úrtaksæfingar hjá U-17 ára liði karla milli jóla og nýárs.

Virkilega flottur hópur af ungum knattspyrnumönnum sem eiga framtíðina fyrir sér.

Við óskum þeim góðs gengis.