Ólík hlutskipti liðanna í bikarnum

Ólík hlutskipti liðanna í bikarnum

Stelpurnar okkar unnu öruggan sigur á 1. deildarliði Völsungs í 16-liða úrslitum Borgunarbikarkeppninnar á JÁVERK-vellinum á laugardag. Selfoss vann 5-1 eftir að staðan í hálfleik var 3-1. Það voru Katrín Rúnarsdóttir, Donna Kay Henry, Dagný Brynjarsdóttir, Guðmunda Brynja Óladóttir og Magdalena Anna Reimus sem skoruðu mörk Selfyssinga.

Nánar er fjallað um leik stelpnanna á vef Sunnlenska.is.

Það var ólíkt hlutskipti strákanna okkar sem sóttu Pepsi-deildarlið Valsmanna heim á miðvikudag í seinustu viku. Selfyssingar áttu ekki roð í léttleikandi Valsmenn sem sigruðu 4-0.

Nánar er fjallað um leik strákanna á vef Sunnlenska.is.

Það var dregið í fjórðungsúrslit í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum á gær. Stelpurnar drógust gegn ÍBV á útivelli og fer leikurinn fram föstudaginn 3. júlí.