Olísmótið blásið af

Olísmótið blásið af

Stjórn knattspyrnudeildar Selfoss hefur ákveðið, í ljósi stöðunnar á heimsfaraldrinum af völdum Covid-19, að Olísmót 2020 sem átti að vera 7.-9. ágúst síðastliðinn, en var frestað vegna Covid-19, verði ekki haldið.

Uppi voru hugmyndir að halda Olísmótið í september en þar sem nokkur tilfelli af Covid-19 hafa komið upp á Selfossi síðustu daga m.a. í 5. aldursflokki telur deildin best fyrir alla að Olísmót verði haldið aftur 2021 á sínum hefðbundna tíma 6.-8. ágúst.

Hlökkum til að sjá ykkur á næsta ári.