Olísmótið verður á Selfossi 10.-12. ágúst

Olísmótið verður á Selfossi 10.-12. ágúst

Nú styttist í Olísmótið en það verður haldið á Selfossi dagana 10.- 12. ágúst næstkomandi. Búast má við fjölmennu móti því fjöldi liða hefur skráð sig til leiks. Knattspyrnudeild Selfoss heldur Olísmótið nú í áttunda sinn, en mótið er ætlað fyrir stráka í 5. flokki.

Fyrirkomulag mótsins er þannig að á föstudegi er spilað hraðmót og í framhaldi af því er liðum skipt niður í riðla eftir getu. Á laugardegi og sunnudegi er síðan spiluð riðlakeppni. Fyrir utan að spila fótbolta fara strákarnir í bíó og sund auk þess sem kvöldvaka er á laugardagskvöld. Eru foreldarar eindregið hvattir til að mæta vel á mótið og styðja vel við bakið á okkar strákum.

Nánari upplýsingar um mótið má finna á www.olismot.is

-ög